Fótbolti

Rúnar og félagar upp um þrjú sæti eftir endurkomusigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar Alex Rúnarsson í leik með íslenska landsliðinu. Matthew Pearce/Icon Sportswire via Getty Images

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven lyftu sér upp um þrjú sæti í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta með góðum 3-2 sigri gegn Cercle Brugge eftir að hafa lent undir í tvígang.

Gestirnir í Cercle Brugge komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik áður en Mathieu Maertens jafnaði metin fyrir Leuven á 40. mínútu.

Gestirnir tóku þó forystuna á ný þremur mínútum síðar og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Sory Kaba jafnaði metin fyrir Rúnar og félaga á 63. mínútu áður en Mousa Al-Tamari tryggði liðinu 3-2 sigur fjórum mínútum síðar.

OH Leuven lyfti sér úr ellefta sæti deildarinnar og upp í það áttunda með sigrinum, en liðið hefur fengið 36 stig eftir 26 leiki. Cercle Brugge er eitt af liðunum sem Rúnar og félagar hoppuðu yfir, en liðið situr nú í tíunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×