Innlent

2.029 greindust smitaðir innanlands í gær

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rúmlega tvö þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær.
Rúmlega tvö þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Vísir/Vilhelm

2.029 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en 49 á landamærunum. 

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við fréttastofu. 

Um er að ræða bráðabirgðatölur en upplýsingar um fjölda þeirra sem eru bólusettir eða voru í sóttkví við greiningu munu ekki liggja fyrir fyrr en á mánudag þegar heimasíða covid.is verður uppfærð. 


Tengdar fréttir

Katrín með Co­vid

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er með Covid-19. Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni í dag.

Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag

Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×