Fótbolti

Sevilla heldur pressunni á Real Madríd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Papú Gomez skoraði fyrra mark Sevilla í kvöld.
Papú Gomez skoraði fyrra mark Sevilla í kvöld. Fran Santiago/Getty Images

Sevilla vann 2-0 sigur á Elche í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn þýðir að Sevilla heldur pressunni á Real Madríd á toppi deildarinnar.

Gestirnir mættu með það að markmiði að sækja stig og virtist lengi vel að það myndi ganga eftir. Það var ekki fyrr en tuttugu mínútur lifðu leiks sem Papú Gomez braut ísinn fyrir heimamenn.

Sex mínútum síðar tryggði Rafa Mir sigur Sevilla með frábæru skallamarki eftir fyrirgjöf Anthony Martial, lokatölur 2-0.

Sevilla er í 2. sæti La Liga með 50 stig eftir 24 leiki. Real Madríd er á toppi með 53 stig og leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×