Enski boltinn

Leikmenn United halda áfram að væla yfir æfingunum og kalla aðstoðarþjálfarann Ted Lasso

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Armas og Ralf Rangnick eru ekki hátt skrifaðir hjá mörgum leikmönnum Manchester United.
Chris Armas og Ralf Rangnick eru ekki hátt skrifaðir hjá mörgum leikmönnum Manchester United. getty/Matthew Peters

Leikmenn Manchester United eru orðnir pirraðir á æfingum Ralfs Rangnick og eru ekki ánægðir með aðstoðarþjálfarann Chris Armas.

ESPN greinir frá þessu. Mörgum leikmönnum United þykja æfingar Rangnicks gamaldags. Mikil áhersla er lögð skipulag liðsins en minna er um æfingar þar sem leikmenn geta bætt sig í ákveðnum þáttum leiksins.

Rangnick lætur Armas oft stýra æfingum en leikmenn United eru ekki par sáttir við hann. Sumir þeirra líkja honum við Ted Lasso, hinn ofurbjartsýna en takmarkaða þjálfara sem Jason Sudeikis túlkar í samnefndum þáttum.

Armas hafði aldrei þjálfað í Evrópu áður en hann kom til United. Síðasta þjálfarastarf hans var hjá Toronto í MLS-deildinni en hann var rekinn þaðan eftir að liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn.

Rangnick tók við United í lok nóvember á síðasta ári. Hann hefur stýrt liðinu í tólf leikjum. Sex hafa unnist, fimm endað með jafntefli og aðeins einn tapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×