Enski boltinn

Stefna á að fella allar sóttvarnarreglur úr gildi í lok mánaðar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Það styttist í að stuðningsmenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af sóttvarnarreglum á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar.
Það styttist í að stuðningsmenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af sóttvarnarreglum á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar. Naomi Baker/Getty Images

Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta stefna á að fella allar sóttvarnarreglur á leikjum deildarinnar úr gildi í lok þessa mánaðar.

Alls þurfti að fresta yfir tuttugu leikjum í ensku úrvalsdeildinni í desember og janúar vegna kórónuveirufaraldursins, en nú styttist í að það muni heyra sögunni til.

Þegar mest var greindust 103 jákvæð tilfelli á einni viku meðal leikmanna og starfsmanna ensku úrvalsdeildarinnar í vikunni fyrir jól, en síðan þá hefur jákvæðum tilfellum fækkað nánast í hverri viku.

Grímuskylda innanhúss verður felld úr gildi á Bretlandseyjum á morgun og í framhaldi á því verður farið í frekari tilslakanir.

„Sóttvarnarreglur ensku úrvalsdeildarinnar eru undir stöðugu eftirliti og við stefnum á að fella þær allar úr gildi í lok þessa mánaðar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×