Handbolti

Elvar og félagar töpuðu naumlega í botnbaráttuslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Ásgeirsson og félagar hafa aðeins náð í fjögur stig í fyrstu 15 leikjum tímabilsins.
Elvar Ásgeirsson og félagar hafa aðeins náð í fjögur stig í fyrstu 15 leikjum tímabilsins. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy töpuðu naumlega er liðið tók á móti Limoges í botnvaráttuslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Gestirnir í Limoges voru sterkari aðilinn í fyrri hálflek og tóku forystuna. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 14-10, Limoges í vil.

Heimamenn í Nancy náðu vopnum sínum í síðari hálfleik og voru hársbreidd frá því að taka í það minnsta stig úr leiknum. Munurinn var aðeins eitt mark þegar komið var fram á lokamínútuna, en gestirnir í Limoges skoruðu lokamarkið og unnu að lokum tveggja merka sigur, 29-27.

Elvar og félagar sitja enn í 16. og neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir 15 leiki. Limoges flaug hins vegar upp um tvö sæti með sigrinum og vermir nú 12. sætið með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×