Fótbolti

Atletic Bilbao sló Real Madrid úr leik í átta liða úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alex Berenguer tryggði Athletic Bilbao sigurinn í kvöld.
Alex Berenguer tryggði Athletic Bilbao sigurinn í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Alex Berenguer reyndist hetja Athletic Bilbao er hann tryggði liðinu í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar Copa del Rey með marki á lokamínútum leiksins gegn stórveldinu Real Madrid.

Madrídingar voru meira með boltann í kvöld, en það voru þó heimamenn í Bilbao sem ógnuðu marki gestanna meira. Bilbao átti til að mynda tíu skot í fyrri hálfleik gegn þremur. Það dugði þó ekki til og enn var markalaust þegar flautað var til hálfleiks.

Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik þar sem Madrídingar héldu boltanum betur innan liðsins.

Það voru þó heimamenn í Bilbao sem tókst að skora eina mark leiksins þegar Alex Berenguer stýrði fyrirgjöf Mikel Vesga í netið á 89. mínútu og tryggði liðinu 1-0 sigur.

Athletic Bilbao er því komið í undanúrslit Copa del Rey ásamt Rayo Vallecano, Valencia og Real Betis, en dregið verður í undanúrslitin á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×