Fótbolti

Man Utd úr leik eftir tap gegn Chelsea í undanúrslitum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
María í baráttunni við Pernille Harder í kvöld.
María í baráttunni við Pernille Harder í kvöld. vísir/Getty

Chelsea er komið í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir sannfærandi sigur á Manchester United í stórleik kvöldsins.

Um var að ræða fyrsta tap Man Utd á árinu en öll fjögur mörk leiksins voru skoruð á þrettán mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Hin danska Pernille Harder kom Chelsea á bragðið eftir 27 mínútna leik og á 31.mínútu tvöfaldaði Jessie Fleming forystuna.

Norska landsliðskonan Vilde Boe Risa minnkaði muninn fyrir Man Utd á 34.mínútu en Jessica Carter svaraði fyrir Chelsea á 39.mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Chelsea staðreynd. Þær munu mæta Man City eða Tottenham í úrslitaleiknum.

María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Man Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×