Körfubolti

Jón Axel og félagar höfðu betur í Íslendingaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Axel hafði betur í kvöld.
Jón Axel hafði betur í kvöld. FIBA

Það var boðið upp á Íslendingaslag í FIBA Europe Cup í körfubolta í kvöld.

Elvar Már Friðriksson og félagar í Giants Antwerp fengu Jón Axel Guðmundsson og félaga í HAKRO Merlins Crailsheim í heimsókn og úr varð hörkuleikur.

Báðir leika þeir stór hlutverk í sínum liðum en Elvar Már var atkvæðameiri í leiknum í kvöld með fimmtán stig, sjö stoðsendingar og fimm fráköst á þeim 27 mínútum sem hann lék. Hinu megin skilaði Jón Axel þremur stigum, þremur stoðsendingum og fjórum fráköstum á rúmum 17 mínútum.

Engu að síður stóð Jón Axel uppi sem sigurvegari þar sem leiknum lauk með tíu stiga sigri gestanna, 69-79.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×