Fótbolti

Sanka að sér Bandaríkjakonum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eyjamær.
Eyjamær. ÍBV.

Knattspyrnukonan Haley Tomas hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV um að spila með liðinu í efstu deild Íslandsmótsins á komandi leiktíð.

Haley er 22 ára gömul og leikur í stöðu miðvarðar en hún er að koma úr háskólaboltanum í heimalandi sínu, Bandaríkjunum.

Þar lék hún með Weber State háskólanum í Utah.

Hún er þriðja Bandaríkjakonan til að semja við ÍBV í vetur því áður höfðu þær Sydney Carr og Ameera Hussen gert samning við Eyjaliðið sem hafnaði í sjöunda sæti Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð.

ÍBV hefur leik á komandi leiktíð þann 26.apríl næstkomandi þegar Stjarnan heimsækir Hásteinsvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×