Sport

Siggi Braga: Það er svo mikill vilji í þeim

Einar Kárason skrifar
Sigurður á hliðarlínunni.
Sigurður á hliðarlínunni.

ÍBV vann sannfærandi átta marka sigur á Val í Vestmanaeyjum í kvöld, 30-22.

,,Ég er rosalega stoltur og rosalega ánægður," sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Þetta var frábær leikur frá A-Ö. Blendnar fyrstu mínútur en eftir það var okkar vörn, markvarsla ásamt sóknarleik til fyrirmyndar."

Jöfn byrjun

,,Við höfum verið í basli með upphafsmínúturnar í leikjum hjá okkur og þarf ég að skoða það aðeins. Við erum  mögulega yfirspenntar. Það er svo mikill vilji í þeim. Þær vilja spila, finnst þetta svo gaman og þá missa þær kannski einbeitingu. Við komum til baka og höfum gert það. Þetta var mjög sannfærandi fannst mér."

Leikmenn ÍBV í stuði.Vísir/Hulda Margrét

ÍBV frábærar árið 2022

,,Þær eru búnar að vera rosalega góðar en það er nú þannig að við töpuðum fimm leikjum af sjö fyrir áramót og erum ennþá í fallbaráttu. Við skuldum. Við megum ekki vera of kokhraust, því þá fáum við rýting í bakið og verðum því að vera fagleg. Við eigum Íslandsmeistarana næst þannig að liðið þarf að vera áfram einbeitt og við verðum það fram að Þjóðhátíð."

,,Ég segi það frá innstu hjartarótum að ég er ógeðslega stoltur af þeim. Þetta var erfitt í byrjun, áfall eftir áfall. Hvernig þær æfðu um jól og áramót er að skila sér. Ég er hrikalega stoltur af þessu liði. Alveg rosalega," sagði Sigurður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×