Enski boltinn

Fullyrða að Lampard sé tekinn við Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mættur aftur í bransann.
Mættur aftur í bransann. Getty/Darren Walsh

Chelsea goðsögnin Frank Lampard hefur verið ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Everton.

SkySports fullyrðir þetta í kvöld en enn hefur ekkert verið gefið út um ráðninguna á miðlum félagsins.

Lampard tekur við stjórnartaumunum af Duncan Ferguson sem hefur stýrt liðinu til bráðabirgða síðan að Rafa Benitez var látinn taka pokann sinn hjá félaginu fyrr í mánuðinum.

Samkvæmt heimildum Sky er um tveggja og hálfs árs samning að ræða.

Lampard hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea á síðustu leiktíð en það var frumraun hans í þjálfun í ensku úrvalsdeildinni. Áður hafði Lampard stýrt Derby County í ensku B-deildinni.

Paul Clement mun aðstoða Lampard á Goodison Park en Everton hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu og er nálægt fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×