Erlent

Níu létust eftir ofsa­akstur í Las Vegas

Smári Jökull Jónsson skrifar
Frá slysstað í Las Vegas
Frá slysstað í Las Vegas Vísir/Twitter

9 manns létust og nokkrir slösuðust í bílslysi í Las Vegas í gær. Ökumaðurinn, sem lést sjálfur í árekstrinum, keyrði gegn rauðu ljósi og er talinn hafa ekið langt yfir löglegum hámarkshraða.

Slysið átti sér stað um miðjan dag í gær og samkvæmt Alexander Cuevas, upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Las Vegas, keyrði ökumaður Dodge Challenger bifreiðar á miklum hraða, fór yfir á rauðu ljósi og olli sex bíla árekstri á gatnamótum.

Að minnsta kosti fimmtán manns voru í bílunum sex og létust níu í slysinu, þar á meðal ökumaðurinn sjálfur. Börn voru á meðal þeirra sem létust en ekki er talið að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 

„Við höfum ekki séð banaslys áður þar sem svona margir láta lífið. Það var töluverð óreiða á slysstað,“ sagði Cuevas á blaðamannafundi sem haldinn var við slysstaðinn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×