Enski boltinn

Stuðnings­maður fékk hjarta­á­fall á leik Ful­ham og Black­pool og lést í kjöl­farið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn ganga til búningsherbergja en leikurinn var stöðvaður og fór ekki aftur af stað fyrr en 40 mínútum síðar.
Leikmenn ganga til búningsherbergja en leikurinn var stöðvaður og fór ekki aftur af stað fyrr en 40 mínútum síðar. CameraSport/Getty Images

Skelfilegur atburður átti sér stað á meðan leik Fulham og Blackpool í ensku B-deildinni í knattspyrnu fór fram í gær. Stuðningsmaður heimaliðsins fékk hjartaáfall á meðan leik stóð og lést í kjölfarið á spítala.

Leikurinn var aðeins stundarfjórðungs gamall þegar kallað var eftir læknisaðstoð í hátalarakerfinu á Craven Cottege, heimavelli Fulham. Stuðningsmaður heimaliðsins hafði þá fengið hjartaáfall og var leikurinn stöðvaður.

Leikurinn hófst ekki að nýju fyrr en 40 mínútum síðar en honum lyktaði með 1-1 jafntefli.

Í gærkvöld tilkynnti Fulham að stuðningsmaðurinn hefði ekki lifað af.

„Það er með sorg í hjarta sem við tilkynnum ykkur það að Paul Parish, stuðningsmaður félagsins er látinn. Við sendum samúðarkveðju til fjölskyldu hans,“ sagði í yfirlýsingu frá Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×