Enski boltinn

Baðst af­sökunar eftir að mynd­band náðist af honum að segja „F*** Brent­ford“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ivan Toney kom sér í vandræði í Dúbaí.
Ivan Toney kom sér í vandræði í Dúbaí. Jacques Feeney/Getty Images

Ivan Toney, ein af stjörnum nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni, kom sér í ágætis vandræði þegar hann lét orðin „F*** Brentford“ falla á meðan óprúttinn aðili tók hann upp. Toney hefur beðist afsökunar á athæfinu.

Toney er staddur í verðskulduðu fríi í Dúbaí líkt og margur knattspyrnumaðurinn sem spilar á Bretlandseyjum. 

Nú hefur myndband skotið upp kollinum þar sem leikmaðurinn virðist láta orðin „Fuck Brentford“ falla, hann hefur beðið Thomas Frank, þjálfara Brentford, afsökunar á athæfinu.

Jafnframt hefur hinn 25 ára gamli Toney sagt hegðun sína óásættanlega en að sama skapi tók hann fram að myndbandið hafi verið klippt og segi ekki alla söguna.

Toney hefur skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en það á eftir að koma í ljós hvort Brentford muni refsa honum frekar fyrir athæfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×