Erlent

Fjórir látnir eftir sprengingu á Sikil­ey

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lögreglan á Ítalíu
Lögreglan á Ítalíu Vísir/EPA

Fjórir eru látnir eftir að þrjár byggingar hrundu í kjölfar gassprengingar á Sikiley í gær. Enn er óljóst hvað olli sprengingunni.

Tveimur hefur verið bjargað úr rústunum en fimm manns er enn saknað en þetta kemur fram í frétt RAI. Bæjarstjóri Ravanusa, Carmelo D´Angelo segir að engin börn séu meðal þeirra sem saknað er en fyrstu fréttir af atburðinum greindu frá því að tvö börn hefðu grafist í rústunum.

250 björgunarmenn eru að störfum við húsarústirnar. Talið er að í kjölfar gasleka hafi kviknað í gasi sem safnast hafði saman í dágóðan tíma. Yfirmaður almannavarna á svæðinu segir að það eigi eftir að rannsaka nánar út frá hverju hafi kviknað í.  Í frétt RAI  heldur yfirmaður Italgas því fram að farið hafi verið í eftirlitsferð fyrir nokkrum dögum og þá hafi enginn leki fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×