Innlent

Lokuðu Hringbraut til austurs og láta alla blása

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkur röð hefur myndast á Hringbraut.
Nokkur röð hefur myndast á Hringbraut. Vísir

Nokkur röð bíla hefur myndast á Hringbraut þar sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokað veginum og lætur alla sem keyra þar um blása í áfengismæla.

Fjórir lögreglubílar voru notaðir til að þvera Hringbraut við BSÍ og ökumenn á austurleið látnir blása einn af einum. Hringbraut á að vera lokuð til minnst átta.

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Árni Friðleifsson, aðstoðarvarðstjóri í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglan gerði þetta iðulega á aðventunni og verið væri að kanna hvort ökumenn væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Hann sagði fólk mega eiga von á lokunum sem þessum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og á öllum tímum sólarhringsins.

Árni sagði einnig að því miður hefði einn ölvaður ökumaður verið gómaður tiltölulega fljótt eftir að aðgerðin hófst. Hann sagði þetta alvarlegt brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×