Erlent

Stephen Sondheim látinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stephen Sondheim var eitt virtasta tónskáld Bandaríkjanna.
Stephen Sondheim var eitt virtasta tónskáld Bandaríkjanna. AP Photo/Charles Krupa

Tónskáldið og lagahöfundurinn Stephen Sondheim er látinn, 91 árs að aldri. Sondheim lést í gær á heimili sínu í Bandaríkjunum.

BBC greinir frá. Sondheim var eitt virtasta tónskáldið í leiklistarheiminum í Bandaríkjunum og vann hann til fjölda verðlauna á ferli sínum. Alls hlaut hann átta Grammy-verðlaun og níu Tony-verðlaun.

Þá vann hann Óskarsverðlaunin árið 1991 fyrir besta frumsamda lagið, Sooner or Later (I Always Get My Man) í myndinni Dick Tracy, sem sungið var af Madonnu.

Á ferli sínum samdi hann tónlist fyrir mörg af þekktustu leikritum sem sýnd hafa verið á Broadway, þar á meðal Company, Follies og A Little Night Music. Þá samdi hann textana fyrir lögin í West Side Story.

Sondheim skilur eftir sig eiginmann.

Hér má sjá Madonnu flytja lagið Sooner or Later (I Always Get My Man) á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×