Handbolti

Tíu nýliðar í landsliðshópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakel Sara Elvarsdóttir þreytir frumraun sína með landsliðinu seinna í þessum mánuði.
Rakel Sara Elvarsdóttir þreytir frumraun sína með landsliðinu seinna í þessum mánuði. vísir/Hulda Margrét

Þjálfarar A- og B-landsliða Íslands hafa valið þrjátíu leikmenn sem fara á mót í Cheb í Tékklandi síðar í þessum mánuði.

Ísland tekur þátt í tveimur aðgreindum fjögurra liða mótum ásamt Noregi, Sviss og Tékklandi dagana 25.-27. nóvember.

Tíu nýliðar eru í íslenska hópnum: Sara Sif Helgadóttir, Auður Ester Gestsdóttir, Birta Lind Jóhannsdóttir, Elín Rósa Magnúsdóttir, Elna Ólöf Guðjónsdóttir, Harpa María Friðgeirsdóttir, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Katrín Tinna Jensdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir.

Íslenska liðið æfir saman hér á landi 21. nóvember og fer til Tékklands daginn eftir. Þeir fimm leikmenn KA/Þórs sem eru í landsliðinu koma til móts við íslenska hópinn í Tékklandi en Íslands- og bikarmeistararnir leika í Evrópukeppni á Spáni helgina fyrir landsleikina. Leikmennirnir sem leika erlendis koma einnig til móts við íslenska hópinn á þriðjudaginn.

Íslenski hópurinn

Markverðir:

  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (32/0)
  • Hafdís Renötudóttir, Fram (29/1)
  • Saga Sif Gísladóttir, Valur (5/0)
  • Sara Sif Helgadóttir, Valur (0/0)

Aðrir leikmenn:

  • Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór (1/0)
  • Andrea Jacobsen, Kristianstad (24/29)
  • Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (7/10)
  • Auður Ester Gestsdóttir, Valur (0/0)
  • Berglind Þorsteinsdóttir, HK (5/0)
  • Birta Lind Jóhannsdóttir, Haukar (0/0)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (26/22)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (0/0)
  • Elna Ólöf Guðjónsdóttir, HK (0/0)
  • Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram (0/0)
  • Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (7/4)
  • Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (44/80)
  • Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (83/90)
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK (0/0)
  • Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (0/0)
  • Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram (1/0)
  • Mariam Eradze, Valur (2/0)
  • Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (33/49)
  • Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (0/0)
  • Rut Jónsdóttir, KA/Þór (101/215)
  • Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (5/10)
  • Sara Dögg Hjaltadóttir, Gjerpen Skien (0/0)
  • Sunna Jónsdóttir, ÍBV (60/43)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (57/63)
  • Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (5/7)
  • Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (31/30)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×