Innlent

Bein útsending: Nýr vefur með öllum reglugerðum kynntur

Tinni Sveinsson skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið segir að hundruðir vinnustunda muni sparast hjá lögmönnum og laganemum með nýja vefnum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið segir að hundruðir vinnustunda muni sparast hjá lögmönnum og laganemum með nýja vefnum. Vísir/Vilhelm

Dómsmálaráðuneytið og Stafrænt Ísland kynna í dag nýjan reglugerðarvef á Ísland.is þar sem hægt er að sjá nýjustu útgáfu af öllum gildandi reglugerðum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, kynna klukkan ellefu vefinn, sem er sagður vera bylting í birtingu á reglugerðum.

Um nýja reglugerðarvefinn

„Á nýjum reglugerðarvef verður hægt að sjá nýjustu útgáfu af öllum gildandi reglugerðum. Notendur getur rakið allar breytingar sem gerðar hafa verið á hverri reglugerð og hægt er að fara fram og til baka í tíma og sjá nákvæmlega hvaða reglugerðarútgáfa var í gildi á hverjum tíma fyrir sig. 

Það er óhætt að fullyrða að þessi vefur muni spara hundruð vinnustunda á hverju ári hjá lögmönnum og laganemum, en hann mun auk þess stórbæta aðgengi fjölmiðla og almennings að því sem stundum er uppnefnt reglugerðarfrumskógurinn. Flestar reglugerðir taka breytingum í takt við breytta tíma og breyttar forsendur og það dregur verulega úr réttaróvissu þegar hægt er að ganga að dagréttri og uppfærði reglugerð í heild sinni á hverjum tíma,“ segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Hægt er að skoða vefinn hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×