Erlent

Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum

Kjartan Kjartansson skrifar
Bjarmi frá eldgosinu á La Palma eins og hann sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Geimstöðin er í meira en 400 kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar.
Bjarmi frá eldgosinu á La Palma eins og hann sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Geimstöðin er í meira en 400 kílómetra hæð yfir yfirborði jarðar. Thomas Pesquet/ESA

Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu.

Thomas Pesquet, geimfari evrópsku geimstofnunarinnar, birti myndina á Twitter síðu sinni í dag.

„Við hlið dökks Atlantshafsins í kring er bjarti appelsínuguli bjarminn enn magnaðri,“ tísti Pesquet um myndina.

Eldgosi á La Palma hófst á sunnudag en það hefur þegar valdið töluverðum usla og tjóni. Á fjóðra hundrað húsa hefur farið undir hraun, flest þeirra íbúðarhús. Þorp hafa verið rýmd til forða íbúum frá hættu.

Hraunstrókarnir hafa náð allt að tólf metra hæð og hraunstraumurinn sem rennur er allt að sex metra þykkur.

Spænskir jarðfræðingar telja að gosið gæti haldið áfram á vel á þriðja mánuð ef marka má reynslu fyrir eldgosa á eyjunni. Í gærkvöldi jókst gosvirknin þegar fleiri smáar gossprungur opnuðust og spúðu grjóti og gjalli.


Tengdar fréttir

Bull­sjóðandi sund­laugar og hús­þök sem gægjast út úr hrauninu

Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig.

Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma

„Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×