Neytendur

Sekta fjórar verslanir vegna trassa­skapar við verð­merkingar

Atli Ísleifsson skrifar
Sektirnar nema ýmist 50 eða 100 þúsund krónum.
Sektirnar nema ýmist 50 eða 100 þúsund krónum. Getty

Neytendastofa hefur sektað Gulla Arnar bakarí, Kjötbúðina, Kjötkompaní og Sælkerabúðina fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.

Á síðu stofnunarinnar segir að í verðmerkingareftirliti sé skoðað hvort söluvörur séu verðmerktar, hvar þær séu sýnilegar eða aðgengilegar neytendum.

„Neytendastofu gerði athugasemdir við verðmerkingar í verslununum þar sem nokkuð var um óverðmerktar vörur og hvatti til úrbóta.

Þegar starfsmenn Neytendastofu komu í annað sinn voru enn gerðar athugasemdir við verðmerkingar og því hefur stofnunin nú sektað fyrirtækin.

Stjórnvaldssekt að upphæð 50 þúsund krónum var lögð á Sælkerabúðina og Kjötbúðina, en 100 þúsund króna sekt á Kjötkompaní og Gulla Arnar bakarí.

Fyrirtækin skulu greiða sektina í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvarðana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×