Erlent

Smá­steinum kastað í Tru­deau

Atli Ísleifsson skrifar
Justin Trudeau boðaði í síðasta mánuði til þingkosninga sem fram fara 20. september.
Justin Trudeau boðaði í síðasta mánuði til þingkosninga sem fram fara 20. september. EPA

Smásteinum var kastað í kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau eftir heimsókn hans í brugghús í gær en hann stendur nú í miðri kosningabaráttu. Trudeau var á leið aftur í rútu sína þegar mótmælandur létu smásteina rigna yfir forsætisráðherrann.

BBC segir frá því að Trudeau hafi ekki slasast. Um miðjan ágúst boðaði Trudeau til þingkosninga sem fram fara 20. september næstkomandi.

Fólkið sem kastaði steinum í forsætisráðherrann var statt fyrir utan brugghúsið í bænum London í Ontario  til að mótmæla samkomutakmörkunum og skyldubólusetningum opinberra starfsmanna vegna Covid-19.

Trudeau sagði eftir atvikið að steinarnir hafi hæft í öxl hans og líkti hann því við þegar kona kastaði graskersfræjum í hann 2016.

Tveir starfsmenn framboðs Trudeau fengu einnig steina í sig, en slösuðust ekki.

Erin O'Toole, leiðtogi Íhaldsflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, lýsti atvikinu sem „viðbjóðslegu“ og sagði ofbeldi aldrei réttlætanlegt.


Tengdar fréttir

Trudeau boðar til kosninga á undan áætlun

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, boðaði til þingkosninga þegar tvö ár eru enn eftir af kjörtímabilinu í gær. Réttlætti hann ákvörðun sína með því að þjóðin þyrfti að fá að segja hug sinn um hvernig ætti að ljúka baráttunni gegn kórónuveirufaraldurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×