Neytendur

Neytendastofa bannar auglýsingu Heimkaupa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðstöðvar Heimkaupa eru á Smáratorgi.
Höfuðstöðvar Heimkaupa eru á Smáratorgi.

Auglýsingar Heimkaupa um fría heimsendingu voru villandi þar sem kaupandi þurfti að vera staddur á höfuðborgarsvæðinu og kaupa vörur fyrir lágmarksupphæð. Þetta kemur fram í nýlegri ákvörðun Neytendastofu sem segir Heimkaup hafa brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Þar segir að Neytendastofu hafi borist ábendingar vegna auglýsingar Heimkaupa um fría heimsendingu. Í auglýsingunni sagði meðal annars „frítt heim til þín á 2 tímum“, „Við erum tilbúin og sendum frítt til þín“ og „við sendum frítt.“

Skilyrði fyrir heimsendingunni voru þau að aðili væri staddur á höfuðborgarsvæðinu og keypti vörur fyrir að lágmarki 14.900 kr. (seinna 7.900 kr.) Þá var þjónustan undanskilin fyrir kaup á fyrirferðamiklum eða þungum vörum.

Í ákvörðuninni er fjallað um að Neytendastofa telji auglýsingarnar villandi fyrir neytendur.

Annars vegar séu mikil skilyrði sem takmarki það í hvaða tilvikum heimsendingin sé í boði. Hins vegar sé það almennt villandi að lýsa þjónustu með orðum eins og „ókeypis“ eða „frítt“ ef greiða þarf fyrir aðra vöru eða þjónustu til þess að fá það sem sagt er „frítt“.

Auglýsingarnar hafi því verið bannaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×