Innlent

Strangari reglur fyrir ferða­menn hér en á hinum Norður­löndunum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19
Keflavíkurflugvöllur og Leifsstöð Fáir á ferli og flugvélum lagt vegna samkomubanns víða um heim vegna Covid-19 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Kröfur á ferðamenn, bæði íslenska og erlenda, sem koma hingað til lands eru mun harðari en á ferðamenn á hinum Norðurlöndunum. Bólusettir farþegar þar þurfa ekki að fara í skimun, hvorki fyrir heimferð eða eftir komuna til landsins.

Þetta kemur fram í frétt Túristi.is frá því í dag. Eins og flestum Íslendingum er kunnugt þurfa allir farþegar á leið til Íslands að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr PCR eða hraðprófi auk þess að fara í skimun við Covid-19 eftir komuna til landsins.

Ferðamenn á leið til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands, hvort sem þeir eru búsettir þar eða ekki, þurfa ekki að gangast undir slíkar skimanir séu þeir á leið til landanna frá öðrum EES-ríki. Fólk verður þó að sýna fram á að það sé bólusett eða hafi smitast af veirunni áður. Fólk sem ferðast til Svíþjóðar er þó vissulega hvatt til að fara í skimun við komuna.

Fram kemur í grein Túrista að töluverður kostnaður fylgi öllum þessum krónum. Verð fyrir PCR-próf er um 100 evrur í Evrópu, eða um fimmtán þúsund krónur. Það er gjald sem Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í að greiða niður, þar sem prófin teljast ekki til heilbrigðisþjónustu, og getur því reynst nokkuð dýrt fyrir fjölskyldur að ferðast til og frá Íslandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×