Erlent

Skraut af brúðartertu Karls og Díönu selst á 325 þúsund krónur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Skrautið er skjaldamerki konungsfjölskyldunnar úr sykri á marsípangrunni.
Skrautið er skjaldamerki konungsfjölskyldunnar úr sykri á marsípangrunni. Dominic Winter Auctioneers

Kökuskraut ofan af brúðkaupstertu Karls Bretaprins og Díönu prinsessu seldist nýverið á uppoði fyrir 1.850 pund, jafnvirði 325 þúsund íslenskra króna. Karl og Díana gengu í hjónaband fyrir rúmum fjörtíu árum, 29. júlí 1981.

Fjöldi boða bárust í skrautið, sem er skjaldamerki konungsfjölskyldunnar. Sykur á marsípangrunni. Umrædd sneið var gefin Moya Smith, einum af starfsmönnum drottningarmóðurinnar, sem varðveitti hana í plastfilmu.

Flest boðanna komu frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Mið-Austurlöndum en skrautið, sem var upphaflega metið á 300 til 500 pund, var að lokum slegið konungssinnanum Gerry Layton, sem hyggst varðveita það í safni sínu.

Að Layton látnum verður safnið gefið til styrktar góðgerðamálum.

Fleiri en 20 brúðkaupstertur voru gerðar í tilefni brúðkaups Karls og Díönu og víða erlendis tíðkast að geyma sneiðar í frysti. Þetta er því alls ekki í fyrsta sinn sem konunglegar kökur fara á uppboð en sneiðar úr tertum Karls og Díönu hafa áður selst á uppboði og einnig sneiðar úr brúðkaupstertu Vilhjálms og Katrínar Middleton.

Þessi sneið úr einni af brúðkaupstertum Karls og Díönu seldist á uppboði árið 2011.Getty/Oli Scarf


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×