Erlent

Fimm unglingspiltar létust í bílslysi

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð á horni Meadows vegar og Seadown vegar.
Slysið varð á horni Meadows vegar og Seadown vegar. Google Maps

Fimm piltar á aldrinum fimmtán til sextán ára létust í bílslysi í bænum Washdyke á Nýja-Sjálandi í nótt. Slysið er það versta í landinu í tvö ár.

Slysið varð þegar Nissan Bluebird bifreið var ekið á miklum hraða á rafmagnsstaur. Fimm farþegar létust en bílstjórinn, nítján ára, var fluttur á spítala alvarlega slasaður. Nissan Bluebird tekur einungis fimm í sæti.

„Hugur minn og bænir eru hjá fjölskyldum þessara ungu manna. Þær vöknuðu við martröð í dag sem er ekki að fara neitt,“ segir Dave Gaskin, lögreglustjóri Aoraki svæðis á Suðurey.  

Hann sagði að nokkrir samverkandi þættir hafi valdið slysinu. „Hraði. Svo virðist sem áfengi hafi verið haft um hönd og það voru sex í bílnum en aðeins fimm sett af bílbeltum,“ segir hann aðspurður um orsakir slyssins.

„Bílar eru ekki leikföng. Þegar þeir eru ekki notaðir almennilega eru þeir stórhættulegir. Vinsamlegast ekki aka of hratt, ekki aka undir áhrifum og í guðanna bænum notið bílbelti,“ segir Gaskin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×