Erlent

Geimfari fangaði það þegar eining geimstöðvarinnar brann upp í gufuhvolfinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Pirs að brenna upp í gufuhvolfinu.
Pirs að brenna upp í gufuhvolfinu. ESA/Thomas Pesquet

Geimfarinn Thomas Pesquet birti í vikunni myndband sem hann tók af því þegar gömul eining Alþjóðlegu geimstöðvarinnar var látin brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. Pesquet lýsti því sem flugeldasýningu.

Myndbandið var tekið úr geimstöðinni þann 26. júlí síðastliðinn. Þá hafði einingin Pirs verið leyst frá geimstöðinni og send til að brenna upp í gufuhvolfinu.

Í staðinn var einingunni Nauka komið fyrir. Skömmu eftir að hún var tengd geimstöðinni fóru hreyflar hennar óvænt af stað og voru í gangi þar til einingin varð eldsneytislaus. Þá var geimstöðin komin á hvolf á braut um jörðu.

Engan sakaði þó í atvikinu og svo virðist sem engar skemmdir hafi orðið á geimstöðinni.

Hér má sjá myndband af Pirs brenna upp í gufuhvolfinu sem Pesquet og Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) birti í vikunni. Búið er að hraða myndbandinu en Pesquet segist hafa fylgst með einingunni brenna upp í um sex mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×