Fótbolti

„Hann kemur til Rómar“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Leonardo Bonucci með Evrópubikarinn og verðlaunin sem maður leiksins.
Leonardo Bonucci með Evrópubikarinn og verðlaunin sem maður leiksins. Facundo Arrizabalaga - Pool/Getty Images

Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni.

Bonucci var öflugur í vörn þeirra ítölsku í leiknum og skoraði svo jöfnunarmark Ítala, 1-1, eftir að Luke Shaw hafði komið þeim ensku yfir snemma leiks.

Enskir stuðningsmenn hafa mikið sungið um að bikarinn sé að koma heim (e. it's coming home) en Bonucci fann fínasta rím við það sem hann öskraði í myndavél eftir leik að bikarinn væri að koma til Rómar (e. it's coming to Rome), og skaut þar með lítillega á þá ensku.

Ítalía er Evrópumeistari í annað sinn eftir sigur kvöldsins en fyrri titillinn vannst 1968.


Tengdar fréttir

Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti.

Dýrkeyptar skiptingar Southgate

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu.

Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni

Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×