Innlent

Alelda bifreið í Vatnsskarði

Árni Sæberg skrifar
Bifreiðin varð alelda á örskömmum tíma.
Bifreiðin varð alelda á örskömmum tíma. Brunavarnir Austur-Húnvetninga

Eldur logaði í bíl í Vatnsskarði á áttunda tímanum í kvöld. Þetta má sjá í myndbandi sem fulltrúi fréttastofu náði á svæðinu.

Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnvetninga, staðfestir brunann í samtali við fréttastofu.

Hann segir slökkvistarfi vera lokið á svæðinu og að upphreinsun sé í gangi. Slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn þó hann hafi breiðst út í sinu og ollið sinubruna.

Verið er að færa bifreiðar af slysstað og búist er við að unnt verði að opna veginn um Vatnskarð um klukkan 20:30. Umferð verður þó stýrt af lögreglu um eina akrein. Því má búast við áframhaldandi töfum á umferð.

Slökkviliðsstjórinn segir að allir sem voru inni í bílnum hafi komist óslasaðir út. Bíllinn er þó gjörónýtur. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×