Fótbolti

Þurfti að fara í peysu því leik­mennirnir héldu að hann væri einn af þeim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjulmand í hvíta polo bolnum í gær.
Hjulmand í hvíta polo bolnum í gær. EPA-EFE/Valentin Ogirenko

Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, byrjaði leikinn gegn Tékklandi í gær í hvítum bol en var kominn í peysu í síðari hálfleiknum. Á því var góð skýring.

Hjulmand hafði klæðst svartri skyrtu í fyrstu leikjum Dana en var kominn í hvítan bol ó hitanum í Bakú í gær. Það hélt þó bara í einn hálfleik.

Danir spiluðu í hvítum búningum sínum í gær og Hjulmand segir að hvítur bolur hans á hliðarlínunni hefði truflað leikmennina.

„Þegar ég kom inn í hálfleik þá sögðu leikmennirnir að þeir héldu stundum að ég væri leikmaður,“ sagði Hjulmand.

„Ég hugsaði alls ekki út í það að ég stóð í hvítu og við spiluðum í hvítu. Það voru einhverjir sem héldu að ég væri Mæhle. Svo ég fór í peysuna til að þeir sæu muninn.“

Danir spila undanúrslitaleik við England á Wembley á miðvikudaginn klukkan 19.00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×