Fótbolti

Svona líta undanúrslitin á EM út

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ítalir hafa farið mikinn á mótinu og mæta Spánverjum í undanúrslitum á þriðjudag.
Ítalir hafa farið mikinn á mótinu og mæta Spánverjum í undanúrslitum á þriðjudag. Pool/Getty Images/Andreas Geber

England varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Ljóst er því hvaða lið munu mætast.

Englendingar unnu 4-0 stórsigur á Úkraínu á sínum eina leik á mótinu sem ekki fer fram á Wembley, en liðin áttust við á Ólympíuleikvangnum í Róm. Undanúrslitin fara fram á Wembley, auk úrslitaleiksins.

Ítalía og Spánn mætast í undanúrslitunum á þriðjudagskvöld í fyrri leiknum en síðari leikurinn verður milli Englands og Danmerkur degi síðar.

Undanúrslitin á EM:

Ítalía - Spánn (þriðjudagur 6. júlí klukkan 19:00 á Wembley)

England - Danmörk (miðvikudagur 7. júlí klukkan 19:00 á Wembley)

Báðir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Rétt eins og úrslitaleikurinn sem fram fer laugardaginn næsta, 11. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×