Fótbolti

Flottustu mörkin í 16-liða úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thorgan Hazard skoraði glæsilegt mark sem tryggði Belgíu sigur á Portúgal og sæti í 8-liða úrslitum EM.
Thorgan Hazard skoraði glæsilegt mark sem tryggði Belgíu sigur á Portúgal og sæti í 8-liða úrslitum EM. EPA-EFE/Lluis Gene

Hér að neðan má sjá flottustu mörk 16-liða úrslita Evrópumótsins í knattspyrnu.

Fyrsta markið á listanum er snuddan hans Paul Pogba gegn Sviss. Því miður fyrir miðjumanninn magnaða dugði það ekki til sigurs en Frakkland tapaði í vítaspyrnukeppni eftir að leiknum lauk með 3-3 jafntefli og ekkert var skorað í framlengingunni.

Þar á eftir kemur sleggjan frá Thorgan Hazard sem tryggði Belgíu sæti í 8-liða úrslitum. Hazaard – sem lék í stöðu vinstri vængbakvarðar – fékk sendingu frá Thomas Meunier, hinum vængbakverði liðsins, kom inn á völlinn og negldi boltanum í hornið.

Þriðja markið á listanum er fyrra mark Karim Benzema í áðurnefndum 3-3 leik gegn Sviss. Benzema á stórbrotna móttöku eftir slaka sendingu Kylian Mbappé og vippar boltanum í kjölfarið framhjá Yann Sommer, markverði Sviss.

Fjórða markið og síðasta markið er í boði Oleksandr Zinchencko. Hann skoraði fyrra mark Úkraínu er liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum með 2-1 sigri á Svíþjóð í framlengdum leik.

Zinchenko skoraði fyrra mark Úkraínu eftir frábæran undirbúning Andriy Yarmolenko sem átti frábæra utanfótar sendingu frá hægri til vinstri þar sem Zinchenko negldi á markið í fyrsta.

Öll fjögur mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Flottustu mörkin í 16-liða úrslitum


Tengdar fréttir

„Súrrealískt að sjá þetta svona“

„Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×