Fótbolti

Reiknuðu sigurlíkurnar í 16-liða úrslitunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það eru miklar líkur á að þeir ensku komist áfram, ef marka má Gracenote.
Það eru miklar líkur á að þeir ensku komist áfram, ef marka má Gracenote. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images

Tölfræðiveitan Gracenote hefur reiknað út líkurnar á því hvaða lið fari áfram úr 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu.

Sextán liða úrslitin hefjast á laugardaginn og standa yfir þangað til á þriðjudag en tveir leikir eru á dag.

Mestar líkurnar á að komist í átta liða úrslitin eru Ítalir en þeir eru í 72% en Ítalir mæta Sviss.

Skammt á eftir koma Englendingar sem vekur nokkra athygli en þeir ensku mæta Þýskalandi í átta liða úrslitunum.

Gracenote telur einnig að Frakkland, Holland, Spánn, Svíþjóð, Belgía og Danmörk komist í átta liða úrslitin.

Allir leikirnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×