Innlent

Áttatíu tilkynningar um breyttan tíðahring kvenna eftir bólusetninga

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Fjörutíu og ein tilkynning hefur borist í kjölfar bólusetningar með Pfizer.
Fjörutíu og ein tilkynning hefur borist í kjölfar bólusetningar með Pfizer. Vísir/VILHELM

Sjötíu og átta tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun. 

Um er að ræða tilkynningar í kjölfar bólusetninga með öllum fjórum bóluefnunum. Tilkynningarnar snúa að óreglulegum tíðablæðingum, milliblæðingum, seinkun blæðinga, blettablæðingum, breytingum á tíðablæðingum eða blæðingum eftir breytingaskeið. 

Þetta kemur fram í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að fjörutíu og ein tilkynning hafi borist í kjölfar bólusetningar með Pfizer, ellefu eftir Janssen, níu eftir AstraZeneca og sautján eftir Moderna. 

Tekið er fram í svari Lyfjastofnunar að þegar tilkynningar berist stofnuninni sé ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×