Fótbolti

„Finnur ekki betra heimili en Barcelona“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar marki gegn Getafe fyrr á leiktíðinni.
Messi fagnar marki gegn Getafe fyrr á leiktíðinni. EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill sjá fyrrum lærisveinn sinn, Lionel Messi, klára ferilinn í Barcelona og þar af leiðandi ekki skipta um lið í sumar.

Allt benti til þess að Messi myndi yfirgefa Barcelona síðasta sumar en eftir japl, jaml og fuður ákvað hann að vera áfram í herbúðum liðsins.

Messi hefur verið magnaður á þessari leiktíð en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hann hefur enn ekki verið framlengdur.

PSG og Manchester City hafa verið nefnd til sögunnar en fyrrum stjóri Messi vill sjá hann klára ferilinn í Katalóníu.

„Ég vona að hann endi ferilinn í Barcelona. Messi finnur ekki betra heimili en Barcelona,“ sagði Guardiola í samtali við katalónsku sjónvarpsstöðina TV3.

Barcelona mistókst að komast á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið tapaði 2-1 fyrir Granada á heimavelli.

Messi skoraði eina mark Barcelona en hann hefur verið magnaður á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×