Innlent

Bein út­sending: Umhverfisvæn steypa

Eiður Þór Árnason skrifar
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig þróa megi steinsteypu svo hún verði vistvænasti kosturinn sem völ er á. 
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig þróa megi steinsteypu svo hún verði vistvænasti kosturinn sem völ er á. 

Ólafur Wallevik, prófessor við iðn- og tæknifræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um kolefnisspor steypu og hvernig má þróa hana svo hún verði með vistvænustu byggingarefnum sem Íslendingar eiga kost á. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og verður hægt að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan.

Steinsteypa er mest framleidda samsetta efni í heiminum og því er kolefnisspor hennar hátt. Í raun er steinsteypa samt frekar umhverfisvænt efni þar sem um 90% af rúmmáli hennar eru sandur, steinn, vatn og loft. Aðeins um 8-12% af steypunni er sement. 

Kolefnisspor sements kemur aðallega frá því að kalksteini (CaCO3) er sundrað í kalsíumoxíð (CaO) sem er um 60% af sementinu, og koltvísýring (CO2) sem er gróðurhúsalofttegund. Það er ör þróun í þá átt að gera sement umhverfisvænna og það hefur leitt til þess að steinsteypa á Íslandi hefur allt að fjórðungi lægra kolefnisspor í dag en um aldamótin. 

Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig þróa megi steinsteypu á næsta áratug, þannig að hún verði með vistvænustu byggingarefnum sem Íslendingar eigi kost á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×