Innlent

Náði myndbandi af mjaldri í Reykjavíkurhöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mjaldurinn í höfninni í dag.
Mjaldurinn í höfninni í dag. Skjáskot

Mjaldur sást að leik í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Myndband af mjaldrinum í höfninni má nálgast neðar í fréttinni en sérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum.

Ágúst Daníel náði myndbandi af mjaldrinum í höfninni skammt frá Grandagarði og Siglingaskólanum í dag. Mjaldurinn var þó á bak og burt þegar fréttastofu bar að garði en samkvæmt upplýsingum frá sjónarvottum lét hann sig hverfa eftir að stórum togara var siglt inn í höfnina. 

Edda Elísabet Magnúsdóttir og Gísli Víkingsson hvalasérfræðingar drifu sig niður að höfninni til að berja mjaldurinn augum í dag - en gripu í tómt. Þau segja í samtali við fréttastofu að nær alveg öruggt sé þó að þarna hafi verið mjaldur á ferð. Það sé harla óvenjulegt að sjá mjaldur á þessum slóðum, ekki síst einan á ferð.

Nánar verður rætt við Eddu og Gísla í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×