Fótbolti

Enginn vandræðalegur tölvupóstur og segja ekkert til í sögu pabbans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Maxim Choupo-Moting svaraði ekki tölvupósti, ekki á samskiptamiðlum og ekki þegar reynt var að hringja í hann.
Eric Maxim Choupo-Moting svaraði ekki tölvupósti, ekki á samskiptamiðlum og ekki þegar reynt var að hringja í hann. EPA-EFE/LUKAS BARTH

Bayern München leikmaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting er ekki staddur í mikilvægu verkefni með kamerúnska knattspyrnulandsliðinu eins og landsliðsþjálfarinn vildi. Menn eru hins vegar enn að deila um ástæðuna fyrir því.

Kamerúnska knattspyrnusambandið segir nefnilega ekkert til í þeim fréttaflutningi að starfsmaður sambandsins hafi sent tölvupóst á vitlausan stað þegar átti að boða Eric Maxim Choupo-Moting í landsliðsverkefni. Evrópskir miðlar fjölluðum um það fyrr í vikunni.

Landsliðsþjálfarinn Antonio Conceicao sagði frá því á blaðamannafundi að leikmaðurinn hafi ekki svarað fyrirspurnum sambandsins og því hafi hann þurft að leita annað. Faðir Eric Maxim Choupo-Moting steig þá fram í sviðsljósið með allt aðra sögu.

Camille, faðir Choupo-Moting, sagði að hvorki leikmaðurinn né félagið hans Bayern München, hafi fengið boð í landsliðsverkefnið.

„Ég hafði samband við Bayern og þeir staðfestu það við mig að þeir fengu ekkert boð. Það lítur út fyrir að þeir hafi sent þetta á vitlaust netfang. Að mínu mati er það skortur á fagmennsku,“ sagði Camille í sjónvarpsviðtali.

Kamerúnska knattspyrnusambandið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið.

„Knattspyrnusamband Kamerún gerði engin mistök með tölvunetföng eða annað þegar haft var samband við bæði félagið og leikmanninn. Við sendum boð út til allra leikmenn og þar á meðal Choupo þanng 5. mars. Við sendum bæði á félögum og leikmanninn sjálfan,“ sagði Parfait Siki, samskiptastjóri sambandsins, í viðtali við ESPN.

„Í sambandi við Eric-Maxim Choupo-Moting þá fengum við ekkert svar. Við hringdum líka í hann en hann svaraði ekki. Vandalega fáum við svar innan tíu daga,“ sagði Siki.

„Við reyndum aftur að hafa samband við hann og prufuðum að nota WhatsApp forritið en fengu heldur ekki svar þar,“ sagði Parfait Siki.

Eric Maxim Choupo-Moting hefur leikið 54 leiki fyrir Kamerún og skoraði 13 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×