Innlent

Birta spálíkun fyrir gasmengun frá gosinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá hvernig Veðurstofan spáir því að gas frá gosinu dreifist.
Hér má sjá hvernig Veðurstofan spáir því að gas frá gosinu dreifist. Vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gert spálíkan fyrir gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal.

Líkanið spáir fyrir um líklega dreifingu og styrk gasmengunar vegna eldgossins.

Miðað við kortið eins og það er þegar þetta er skrifað, um korter fyrir tvö, ber vindurinn gasmengun til norðnorðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Það er þó lítil mengun þar og eykstu hún á köflum þegar norðar kemur.

Við rætur Esjunnar spáir líkanið þó töluverðri mengun.

Hægt er að nálgast líkanið hér á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×