Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Talið er að um þúsund manns hafi lagt leið sín að eldgosinu í Geldingadal í nótt. Lögreglan hefur áhyggjur af illa búnu fólki sem reynir á komast á staðinn og varar við þoku sem gæti orðið á slóðum gosstöðvana í dag sem sé varasöm.

Fjallað verður ítarlega um stöðu mála vegna eldgossins í hádegisfréttum Bylgjunnar. Björgunarsveitarfólk sem hefur staðið vaktina við Fagradalsfjall segir dæmi um að fólk sé illa undirbúið sem þangað fari. Sumir séu jafnframt með ung börn með för. Þá flaug Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, yfir gosstöðvarnar nú fyrir hádegi en rætt verður við forsetann í fréttatímanum.

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hins vegar greindust 4 á landamærunum með virkt smit í gær. Þrír til viðbótar greindust en þeir bíða mótefnamælingar.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×