Fótbolti

Ari Freyr og félagar upp fyrir Anderlecht

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á sínum stað í byrjunarliði Oostende þegar liðið heimsótti Mouscron í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Leikurinn var markalaus þegar Ara Frey var skipt af velli á 73.mínútu.

Það dró til tíðinda í uppbótartíma þegar Makhtar Gueye kom Oostende í forystu og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins.

Dramatískur sigur sem skýtur Ara og félögum upp fyrir stórveldið Anderlecht og í 4.sæti deildarinnar en Club Brugge er í yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×