Viðskipti innlent

Bein út­sending: Súr­efnis­spúandi ál­ver - kapp­hlaupið um eðal­skautin

Atli Ísleifsson skrifar
Í fyrirlestri Guðrúnar Arnbjargar verður farið yfir þetta ferli, áskorarnir og þann árangur sem náðst hefur.
Í fyrirlestri Guðrúnar Arnbjargar verður farið yfir þetta ferli, áskorarnir og þann árangur sem náðst hefur. HR

Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, prófessor við verkfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis í hádeginu i dag. Þar verður fjallað um ferli álframleiðslu, áskoranir og hið nýja kapphlaup í álbransanum.

Ál er framleitt með rafgreiningu áloxíðs við háan hita, og eru kolefnisrafskaut notuð í álverum í dag. Rafgreiningin skilur súrefni frá álinu, sem í staðinn bindst kolefninu í rafskautunum og myndar koltvísýring, en skautin eyðast upp.

Frá því að núverandi framleiðsluferli var fundið upp, fyrir meira en 100 árum síðan, hafa vísindamenn reynt að þróa nýja gerð af skautum, sem ekki hvarfast við súrefnið. Við rafgreiningu með slíkum eðalskautum yrði til súrefni, og engar gróðurhúsalofttegundir myndu losna við rafgreininguna. Á þessari öld voru tekin stór framfaraskref að þessu markmiði, með breyttri raflausn sem ekki er jafn tærandi fyrir skautin. Í kjölfarið upphófst nýtt kapphlaup í álbransanum; kapphlaupið um eðalskautin, þar sem Ísland er þátttakandi.

Í fyrirlestri Guðrúnar verður farið yfir þetta ferli, áskorarnir og þann árangur sem náðst hefur, og greint frá helstu þátttakendum í kapphlaupinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×