Fótbolti

Smit hjá þjálfara í riðli Íslands

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland vann Rúmeníu í EM-umspilsleik í október á síðasta ári. Liðin mætast tvívegis í ár í undankeppni HM.
Ísland vann Rúmeníu í EM-umspilsleik í október á síðasta ári. Liðin mætast tvívegis í ár í undankeppni HM. vísir/hulda margrét

Rúmenar, sem leika í riðli með Íslandi í undankeppni HM karla í fótbolta, verða án þjálfarans Mirel Radoi í fyrsta leik sínum í undankeppninni.

Frá þessu greina rúmenskir miðlar en Radoi greindist með kórónuveirusmit. Honum líður þó vel að eigin sögn: „Ég finn ekki fyrir neinum einkennum og ég vildi óska að þetta væri falskt próf,“ sagði Radoi.

Rúmenía mætir Norður-Makedóníu næsta fimmtudag, sama dag og Ísland og Þýskaland mætast í Þýskalandi. Rúmenía og Þýskaland mætast svo í Búkarest 28. maí og ef til vill verður Radoi klár í slaginn þá.

Mirel Radoi missir af byrjun undankeppni HM.Getty/Alex Nicodim

Fyrir fram má telja líklegt að Rúmenía og Ísland berjist um 2. sæti í riðlinum, en að Þýskaland vinni riðilinn og komist beint á HM í Katar. Liðið sem endar í 2. sæti kemst í umspil.

Einn af fyrstu leikjum Rúmeníu undir stjórn Radoi var gegn Íslandi á Laugardalsvelli í október síðastliðnum, í EM-umspilinu. Ísland vann þá 2-1 sigur og komst í úrslitaleik gegn Ungverjalandi en tapaði honum.

Ísland mætir Rúmeníu tvívegis á þessu ári, á Laugardalsvelli 2. september og svo á útivelli 11. nóvember í næstsíðustu umferð undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×