Fótbolti

Tíu liða Suður-Ameríku­keppni og átta lið komast á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Richarlison, Cavani og fleiri góðir verða væntanlega mættir til Kólumbíu og Argentínu í sumar.
Richarlison, Cavani og fleiri góðir verða væntanlega mættir til Kólumbíu og Argentínu í sumar. Raul Martinez/AP

Kórónuveiran hefur haft áhrif á ansi marga íþróttaviðburði og Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta er eitt þeirra.

Evrópumótinu í fótbolta var frestað um ár, frá 2020 til 2021, og það sama má segja af Suður-Ameríkukeppninni.

Venjulega eru það tólf lið sem taka þátt í keppninni og fá þau reglulega tvö lið utan Suður-Ameríku til þess að taka þátt í keppninni.

Ástralía og Katar áttu að vera gestirnir þetta sumarið en þau hafa bæði sagt nei vegna kórónuveirunnar.

Því verða einungis tíu lið í keppninni þetta árið og átta af þeim komast áfram. Liðunum verður skipt í tvo fimm liða riðla.

Öll liðin, nema liðið í fimmta sæti, kemst svo áfram upp úr riðlinum en þetta staðfesti suður-ameríska knattspyrnusambandið fyrr í dag.

Í fyrsta sinn fer keppnin fram í tveimur löndum, í Kólumbíu og í Argentínu, en mótið fer fram frá 13. júní til 10. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×