Fótbolti

Valdi banda­ríska lands­liðið fram yfir það enska og ítalska

Anton Ingi Leifsson skrifar
Musah í leik með Valencia gegn Getafe fyrr á leiktíðinni á Spáni. Musah leikur sem miðjumaður.
Musah í leik með Valencia gegn Getafe fyrr á leiktíðinni á Spáni. Musah leikur sem miðjumaður. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images

Yunus Musah er ekki nafn sem allir þekkja. Hann er á mála hjá Valencia á Spáni og er talið mikið efni. Hann gat einnig valið um ansi mörg lönd sem hann gat spilað fyrir.

Undanfarið hefur verið nokkur dæmi um leikmenn sem hafa þurft að velja á milli þjóða sem þeir spila fyrir. Nú síðast Jamal Musaila sem valdi það þýska fram yfir það enska.

Nýjasta dæmið er Yunus Musah. Hann er átján ára og hafði möguleikann á því að spila fyrir England, Gana, Ítalíu og Bandaríkin. Hann endaði með því að velja það síðastnefnda.

„Það var nokkuð auðvelt fyrir mig að velja Bandaríkin. Fyrst og fremst finnst mér það gott að geta borið merki landsins sem ég fæddist í,“ sagði Musah í samtali við heimasíðu sambandsins.

Musah er fædddur í Bandaríkjunum en ólst upp á Englandi. Hann spilaði meðal annars í yngri liðum Arsenal en er nú samningsbundinn Valencia.

Hann hefur spilað 24 leiki í La Liga á þessari leiktíð en hann er samningsbundinn allt til ársins 2026.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×