Tvö glæsi­mörk Börsunga sem anda ofan í háls­málið á At­letico

Anton Egilsson skrifar
Messi og Alba í stuði eftir frábært mark Messi í kvöld.
Messi og Alba í stuði eftir frábært mark Messi í kvöld. David Ramos/Getty Images

Barcelona er einungis fjórum stigum frá toppliði Atletico Madrid á Spáni eftir 3-1 sigur á botnliði Huesca í kvöld.

Lionel Messi jafnaði í kvöld leikjamet Xavi hjá Börsungum en Argentínumaðurinn lék sinn 757. leik fyrir félagið í kvöld.

Hann fagnaði því með stórkostlegu marki á þrettándu mínútu er hann hans fór í slána, jörðina, slána og inn.

Antoine Griezmann tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu og það mark var einnig glæsilegt skot fyrir utan teiginn.

Á fjórðu mínútu fyrri hálfleiks fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu er Marc-Ter Stegen gerðist brotlegur.

Rafa Mir skoraði af miklu öryggi og staðan 2-1 fyrir Barcelona í leikhlé.

Varnarmaðurinn Oscar Mingueza gerði út um leikinn fyrir Barcelona á 53. mínútu er hann skoraði eftir sendingu Messi.

Þetta var fyrsta mark Mingueza fyrir félagið en Messi bætti sjálfur við fjórða markinu í uppbótartíma.

Börsungar með 59 stig í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Atletico Madrid.

Það er hins vegar meira vesen á Huesca sem er á botni deildarinnar, sem eru fjórum stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira