Innlent

Hjör­var vann Ís­lands­bikarinn í skák

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hjörvar Steinn tefldi til sigurs á Íslandsbikarnum í skáki í dag.
Hjörvar Steinn tefldi til sigurs á Íslandsbikarnum í skáki í dag. Vísir

Hjörvar Steinn Grétarsson vann Íslandsbikarinn í skák í dag og mun hann þar með keppa fyrir Íslands hönd á Heimsbikaramótinu í skák sem verður haldið í Sochi í Rússlandi í sumar.

Síðari skák úrslitaviðureignar Hjörvars og Hannesar Hlífars Stefánssonar fór fram í dag og segir Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands að sigur Hjörvars hafi verið öruggur.

Hjörvar bar einnig sigur úr bítum í fyrri skákinni við Hannes, sem fór fram í gær. Hann vann fimm af sex kappskákum sem hann tefldi og báðar atskákirnar. Það voru alls sjö sigrar af átta mögulegum.

„Hjörvar tefldi best allra á mótinu og var sigur hans afar verðskuldaður,“ segir í frétt sem birtist á skák.is.


Tengdar fréttir

Úr­slita­ein­vígið í Ís­lands­bikarnum hafið

Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák.

Kom steininum upp á fjallið með bakið upp við vegg

Guðmundur Kjartansson er fimmtándi stórmeistari Íslands í skák eftir dramatískan sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Guðmundur var með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu skákinni. Tap hefði enn fremur þýtt að biðin eftir stórmeistaratign, sem þegar var orðin mjög löng, hefði færst aftur úr seilingarfjarlægð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×