Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um stóra jarðskjálftann sem varð á Reykjanesi í dag. Rætt verður við íbúa sem mörgum er brugðið. Víða hrundu hlutir úr hillum eða færðust úr stað, við sýnum frá því.

Þá verður rætt við jarðeðlisfræðing frá Veðurstofu Íslands um hvað er að gerast núna á svæðinu en fram hefur komið að líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum. Íbúar eru jafnvel farnir að óska að það fari að byrja svo jarðhræringum linni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×