Fótbolti

Atlético náði að­eins í jafn­tefli gegn Geta­fe

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var mikill hiti í mönnum í leik kvöldsins.
Það var mikill hiti í mönnum í leik kvöldsins. EPA-EFE/Ballesteros

Atlético Madrid, topplið La Liga, gerði markalaust jafntefli við Getafe í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Real Madrid vann dramatískan sigur á Elche fyrr í dag og því þurfti Atlético á sigri að halda til viðhalda forystu sinni á toppi deildarinar. Það tókst ekki í dag þó svo að Atlético hafi verið mikið betri aðilinn.

Lærisveinar Diego Simeone voru 73 prósent með boltann, áttu alls 13 skot, þar af sjö á markið sem og 11 hornspyrnur. Einhver var pirringurinn í liði Atlético en liðið fékk alls fimm gul spjöld í dag.

Getafe fékk ekki jafn mörg spjöld en Allan Nyom fékk þó beint rautt spjald þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka og heimamenn voru því manni færri á lokakafla leiksins. Það kom ekki að sök og Getafe náði í mikilvægt stig.

Atlético sér þetta hins vegar sem tvö töpuð stig í toppbaráttunni en nú munar aðeins sex stigum á þeim og nágrönnunum. Real er í öðru sæti með 57 stig en Atlético með 63.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×